banner_13.jpg
 
Fréttir og Tikynningar :: H20 m. klór
Jólamót Ægis 2019 Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Skrifað af: Ásgeir Ásgeirsson   
Sunnudagur, 01. desember 2019 21:39

Jólamót Ægisverður haldið LAUGARDAGINN 14. DESEMBER í Laugardalslaug. Mótið er fyrir þátttakendur allt frá Bleikjum og upp í Garpa. Dagskrá mótsins er sem hér segir:

  • Upphitun hefst kl. 08:30
  • Mót hefst kl. 9:00:
    • 25 metra baksund, 8 ára og yngri
    • 50 metra baksund, opinn flokkur
    • 100 metra baksund, opinn flokkurjólasveinn
    • 25 metra bringusund, 8 ára og yngri
    • 50 metra bringusund, opinn flokkur
    • 100 metra bringusund, opinn flokkur
  • Hlé
    • 25 metra skriðsund, 8 ára og yngri
    • 50 metra skriðsund, opinn flokkur
    • 100 metra skriðsund, opinn flokkur
    • 25 metra flugsund, 8 ára og yngri
    • 50 metra flugsund, opinn flokkur
    • 100 metra flugsund, opinn flokkur
    • 100 metra fjórsund, opinn flokkur
  • Móti lýkur um kl. 12:00.
Rafræn tímataka og dómgæsla verður á mótinu.

Þetta er stórskemmtilegt innanfélagsmót þar sem flestir sundhópar taka þátt og börn í yngstu hópunum fá að taka þátt í sínu fyrsta sundmóti. Þátttakendur verða úr Bleikjum, Löxum, Höfrungum, Brons, Silfur og Gull hópum. Foreldarar taka þátt í mótshaldinu með því að hjálpa til við tímatöku. 

Þjálfarar ræða við sundmenn um þátttöku og greinar og senda skilaboð til foreldra. 
Stjórnin.
 
Skráning hafin á næstu Gullfiskanámskeið Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Skrifað af: Ásgeir Ásgeirsson   
Mánudagur, 25. nóvember 2019 22:22

 


Skráning er hafin á næstu             

Gullfiskanámskeið

sem haldin verða frá

14. janúar - 2. apríl 2020. 

Tengd mynd

 

Kennt er á þriðjudögum og fimmtudögum í innilaug Breiðholtslaugar í 30 mínútur í senn í 12 vikur. Námskeiðin eru fyrir börn frá 4ra ára og eldri sem eru byrjendur í sundi. Á námskeiðunum fá börnin mikilvægan grunn sem nýtist sérstaklega vel fyrir skólasund og til áframhaldandi sundþjálfunar í Bleikju- og Laxahópum Ægis. Nánari upplýsingar um námskeiðin má finna hér í æfingartöflu félagsins. Verðið er kr. 23.900,- fyrir 12 vikur og fá systkini 10% afslátt. Skrá má börnin á skráningarvef félagsins hér. Ath. að frístundastyrkur Reykjavíkurborgar fyrir árið 2020 verður ekki aðgengilegur fyrr en eftir áramót og er hann einungis nothæfur börnum frá 6 ára aldri. Takmarkaðaður fjöldi er í hvern hóp og því borgar sig að skrá snemma :) 

 

Stjórnin og þjálfarar.


 
Á döfinni hjá Ægi Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Skrifað af: Ásgeir Ásgeirsson   
Sunnudagur, 17. nóvember 2019 15:40

Ægir tekur þátt í Fjölnismótinu um næstu helgi en mótið er fyrir sundmenn 14 ára og yngri. Jólamót Ægis verður haldið 14. desember f.h. og verður auglýst nánar síðar. Ægir mun halda Reykjavíkurmeistaramótið sem verður haldið 10-11 janúar nk. Þá er Ægir samstarfsaðili SSÍ um sundmót RIG 2020 leikanna sem haldið verður dagana 24-26. janúar. Vegna anna í janúar verður uppskeruhátið Ægis sem gjarnan er í byrjun hvers árs haldin laugardaginn 4. febrúar 2020.

Stjórnin.

 
Æfingar yngri hópa hefjast í næstu viku Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Skrifað af: Ásgeir Ásgeirsson   
Miðvikudagur, 28. ágúst 2019 21:13

Sundæfingar yngri hópa hefjast í næstu viku skv. æfingaáætlun (sjá hér til vinstri á síðunni). Nánar hér að neðan:

 

Gullfiskahópar:

Æfingar hefjast í innilaug í Breiðholtslaug þriðjudaginn 3. september. Athugið tímasetningu hvers hóps á æfingaáætluninni. Leiðbeinandi er Símon Geir Þorsteinsson en hann hefur áralanga reynslu af sundkennslu ungra barna. Mikilvægt er að foreldrar fylgi börnum í gegnum klefa og inn í laug og sæki þau í laugina að æfingu lokinni.

Bleikjuhópar:

Æfingar hefjast í innilaug í Breiðholtslaug mánudaginn 2. september. Athugið tímasetningu hvers hóps á æfingaáætluninni. Leiðbeinandi er Lilja Benediktsdóttir sem er fyrrum sundkona úr Ægi og sem hefur þjálfað þennan hóp undanfarin 3 ár.

Laxar 1: Laugardalslaug

Æfingar hefjast í innilaug Laugardalslaugar mánudaginn 2. september kl. 15:30 skv. æfingaáætlun. Þjálfarar eru Emilía Sól Guðmundsdóttir sundkona í Ægi og Guðmundur Sveinn Hafþórsson, yfirþjálfari Ægis en þau skipta þjálfuninni með sér. Höfrungar og Laxar í laugardal hafa sameiginlegan facebook hóp sem aðstandendur geta gerst meðlimir í.

Laxar 2: Breiðholti

Æfingar hefjast í útilaug í Breiðholti mánudaginn 2. september kl. 17:00 skv. æfingaáætlun. Þjálfari er Gunnar Bjarki Jónsson fyrrum sundmaður úr Breiðablik og nýr þjálfari hjá Ægi. Honum til aðstoðar er Guðný Birna Sigurðardóttir sem einnig var sundkona í Breiðablik. Laxar í Breiðholti hafa facebook hóp sem aðstandendur geta gerst meðlimir í.

Höfrungar 1: Laugardalslaug

Æfingar hefjast í innilaug Laugardalslaugar mánudaginn 2. september kl. 15:30 skv. æfingaáætlun. Þjálfarar eru Emilía Sól Guðmundsdóttir sundkona í Ægi og Guðmundur Sveinn Hafþórsson, yfirþjálfari Ægis en þau skipta þjálfuninni með sér. Höfrungar og Laxar í laugardal hafa sameiginlegan facebook hóp sem aðstandendur geta gerst meðlimir í.

Höfrungar 2: Breiðholti

Æfingar hefjast í útilaug í Breiðholti mánudaginn 2. september kl. 18:00 skv. æfingaáætlun. Þjálfari er Gunnar Bjarki Jónsson fyrrum sundmaður úr Breiðablik og nýr þjálfari hjá Ægi. Honum til aðstoðar er Guðný Birna Sigurðardóttir sem einnig var sundkona í Breiðablik. Höfrungar í Breiðholti hafa facebook hóp sem aðstandendur geta gerst meðlimir í.

 

Upplýsingar um netföng þjálfara og símanúmer má finna á æfingaáætluninni

 
Skráning á haustmisseri 2019 Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Skrifað af: Ásgeir Ásgeirsson   
Mánudagur, 12. ágúst 2019 06:32

Kæru sundmenn og forráðamenn. Nú er skráning í sundhópa hafin fyrir haustmisseri 2019. Eins og áður þá fara skráningar fram í rafrænu skráningarkerfi Sundfélagsins Ægis (Nóra). Hægt er að greiða með greiðslukorti eða skipta greiðslum í allt að 3-5 hluta (eftir hópum) með því að fá senda greiðsluseðla í heimabanka. Hefjið skráningu með því að smella hér eða á krækjuna vinstra megin á síðunni.

Það er afar mikilvægt að skrá sundmenn sem fyrst til að hægt sé að staðfesta æfingtöflu hópanna en fyrstu drög að henni má finna hér eða á síðunni til vinstri. Vakin er athygli á því að æfingataflan getur breyst næstu vikur á meðan allir hópar eru að komast í gang.


Mikilvægt er að fylgjast með fréttum hér á heimasíðu félagsins og frá þjálfurum á facebook síðum hópanna (GullSilfurBrons).

Stjórnin.

 
«FyrstaFyrri12345678910NæstaSíðasta»

Síða 8 af 133
 

Á döfinni:

WorldClass