banner_14.jpg
 
Fréttir og Tikynningar :: H20 m. klór
AMÍ 2019 - upplýsingar Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Skrifað af: Ásgeir Ásgeirsson   
Mánudagur, 10. júní 2019 11:26

AMÍ 2019

Síðast uppfært 11/6.

Aldursflokkameistaramót Íslands í sundi 2019 (AMÍ) verður haldið í Vatnaveröld í Reykjanesbæ dagana 21-23. júní. Gist verður að þessu sinni í Myllubakkaskóla sem er í um 10 mín göngufæri við sundlaugina. Matur verður einnig framreiddur í Myllubakkaskóla. Lokahóf á sunnudagskvöldið fer fram í Stapanum. Aðrar almennar upplýsingar um mótið má finna hér.

 

Ægir verður með 21 sundmann á mótinu sem náð hafa lágmörkum til keppni og mun hópurinn vera saman allan tímann og gista í Myllubakkaskóla. Eins og staðan er núna er reiknað með að við sameinumst um að koma krökkunum suður eftir á einkabílum á fimmtudeginum 20 júní. Þetta verður staðfest síðar í vikunni. Gummi og Styrmir standa þjálfaravaktina á mótinu.

 

AMÍ er stærsta og skemmtilegasta mót ársins fyrir yngri sundmenn og markar lok sundársins. Keppt er í aldursflokkum frá upp að 17 ára aldri og félög koma allstaðar að af landinu til að taka þátt. 

 

Kostnaður við þátttöku er kr. 25.000,- og skiptist þannig að 23.000,- greiðist til ÍRB fyrir gistingu, mat, lokahóf og AMÍ bol. Við reiknum síðan kr. 2.000,- í bakkamat en nauðsynlegt er að krakkarnir hafi nóg að bíta og brenna á milli greina á bakkanum. Gjaldið verður að greiða fyrir 20. júní og skal leggja upphæðina inn á reikning félagsins: Reikningur: 0115-26-8888, kennitala: 420369-4929 og setja skal nafn sundmanns og AMÍ í skýringu.

 

Við biðlum til foreldra að gefa kost á sér í fararstjórn á mótinu en helginni verður skipt upp í dag- og næturvaktir. Fyrsta vakt er frá fimmtudagskvöldi til föstudagsmorguns og svo koll af kolli til sunnudagskvölds. Mikilvægt er að fá farastjóra af báðum kynjum á hverja vakt.

 

Stofnuð hefur verið facebook síða fyrir samskipti í tengslum við mótið og má finna hana hér. Einnig verður haldið úti fréttum hér á þessari síðu í aðdraganda þess. Hjálpumst að við að gera þetta að skemmtilegri upplifun fyrir þessa frábæru krakka.

 

Stjórn og þjálfarar.


 
Sumarsundskóli Ægis 2019 Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Skrifað af: Ásgeir Ásgeirsson   
Þriðjudagur, 30. apríl 2019 23:09

 

Picture1

SUMARSUNDSKÓLI ÆGIS, SKRÁNING ER HAFIN :-)

Smellið hér til að fá nánari upplýsingar um námskeiðin.

Smellið hér til að skrá.

 
Bleikjusýning og Krónusund 1. maí 2019 Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Skrifað af: Ásgeir Ásgeirsson   
Miðvikudagur, 24. apríl 2019 18:24

Þann 1. maí 2019 heldur Sundfélagið Ægir upp á 92 ára afmæli félagsins. 

Það er hefð fyrir því að á afmælisdegi félagsins haldi Bleikjuhópur sundsýningu og síðan verði svokallað Krónusund fyrir eldri hópa.

Krónusund er fjáröflunarsund þar sem synt er í ákveðinn tíma og sundmaður safnar áheitum á hversu marga metra hann nær að synda á þessum tíma. Lágmarks áheit er 1 kr. á hvern syntan metra. Þannig fær sundmaður sem nær að synda 1000 metra á tilskildum tíma 1000 kr. frá hverjum þeim sem heitið hafa 1 krónu á sundið, 2000 kr. hjá þeim sem heitið hafa 2 krónum á sundið. og svo framvegis. Hér er krækja á áheitablað sem sundmenn prenta út og nota til að safna áheitum en nauðsynlegt er að fá undirskrift á slíkt blað frá hverjum þeim sem heitir á viðkomandi sundmann.

Höfrungar og Laxar munu synda í 15 mínútur og Brons-, Silfur- og Gull- hópar í 30 mínútur. Skila verður inn áheitum til þjálfara í síðasta lagi á æfingu þann 30. apríl.

Bleikjusýningin hefst kl. 9:00 og Krónusundið hefst að sýningunni lokinni og verður þetta haldið í Laugardalslaug

Þjálfarar og Foreldrafélag Ægis.

 
Gullfiskanámskeið, 2. maí - 6. júní Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Skrifað af: Ásgeir Ásgeirsson   
Mánudagur, 22. apríl 2019 21:19

Síðasta Gullfiskanámskeið sundársins verður haldið frá 2. maí til 6. júní nk í innilaug Breiðholtslaugar.

 

Boðið verður upp á þrjá hópa, þriðjudaga og fimmtudaga eins og verið hefur. Hóparnir er getuskiptir og verða á eftirfarandi tímum:

Breiðholt 1 - Byrjendur - vor - stutt: kl. 16:45 - 17:15

Breiðholt 2 - Framhald - vor - stutt: kl. 17:20 - 17:50

Breiðholt 3 - Framhald - vor - stutt: kl. 17:55 - 18:25

 

Búið er að opna fyrir skráningar á skráningarvef félagsins (sjá hér vinstra megin) á síðunni. Verð námskeiðs er kr. 9.800. Því miður nýtist frístundastyrkur Reykjavíkurborgar ekki fyrir þetta námskeið vegna þess að það er með tímalengd undir viðmiði borgarinnar.

Þjálfarar.

 
Helgi Sigurðsson afreksmaður úr Ægi fallinn frá Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Skrifað af: Ásgeir Ásgeirsson   
Fimmtudagur, 21. mars 2019 08:08

Sundfélagið Ægir minnist Helga Sigurðssonar Ægirings, sem nú er fallinn frá 85 ára að aldri.

Helgi, sem fékk viðurnefnið Sundkóngur Íslands, var á árunum 1952 til 1957 mesti afreksmaður Íslands í sundi, sem jafnframt var eina íþróttagreinin sem hann tók þátt í á ævi sinni. Helgi gekk í Sundfélagið Ægi árið 1947 og byrjaði að keppa fyrir félagið um áramótin 1950.

Nýorðinn 17 ára, 22. mars 1951, setti Helgi sitt fyrsta Íslandsmet af fjölmörgum. Það var í 800 m skriðsundi og sama ár bætti hann metið í 1.000 og 1.500 m skriðsundi.Hann varð margfaldur Íslandsmeistari í skriðsundum á keppnisárum sínum; 1951-1959. Og þá setti hann marga tugi af Íslandsmetum á millivegalengdum í skriðsundi og átti metin í 300, 400, 500, 800, 1.000 og 1.500 m skriðsundi á sama tíma. Árið 1955 setti hann alls 10 Íslandsmet og fékk fyrir það afreksmerki ÍSÍ úr gulli. Árið 1955 vakti Helgi athygli á Norðurlandamótinu í Ósló í Noregi, er hann komst á verðlaunapall. Varð í þriðja sæti í 1.500 m skriðsundi. Helgi var þá kominn í hóp bestu skriðsundsmanna Evrópu.

Helgi Sigurðsson er sá sundmaður sem oftast hefur fagnað sigri í keppni í Íslendingasundinu, hampað Sundbikar Íslands og hlaut sæmdarheitið "Sundkóngur Íslands" fimm sinnum; 1952, 1953, 1954, 1956 og 1957. Keppt var í 500 m sundi í sjó, frjáls aðferð. Jónas Halldórsson varð Sundkóngur 4 sinnum, Erlingur Pálsson og Jón Ingi Guðmundsson, þrisvar hvor.

Stjórn Ægis þakkar afkomendum Helga fyrir þessa samantekt.

 
«FyrstaFyrri12345678910NæstaSíðasta»

Síða 9 af 133
 

Á döfinni:

WorldClass